31.12.2009 | 12:28
Um Áramót
Árið í ár er búið að vera mér gjöfult,eintóm gleði og hamingja.
Margs er að minnast um áramót,upp úr stendur kynni mín við gott fólk sem skiptir sennilega hundruðum.
Um Áramót er siður að kjósa mann ársins,í mínum huga er það fólkið sem er að reina að leiða okkur út úr þeirri kreppu sem við erum nú í.
Aftur á móti vil ég tinefna skussa ársins Þingflokk Sjálfstæðisflokksins eins og hann leggur sig.
Ég óska öllum gleðilegs nýs árs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2009 | 20:30
Skilnaðarjárnið
Ég var mjög ánægður þegar ég las það að járn númer 9 hafi komið Frú Woods að góðum notum.
Golferill minn í Eyjum fer nú ekkert í sögubækurnar,en það vill nú þannig til að járn númer 9 er uppáhaldsjárnið mitt,með því járni hef ég slegið mart draumahöggið, eins og Frú Woods gerði.
Það sem ég á eftir af golfferlinum mun ég enn meira nota járn númer 9,sem ég mun eftirleiðis kalla skilnaðarjárnið.kv
Tiger þurfti lýtaaðgerð eftir rifrildið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2009 | 04:01
Banna á Sjálfstæðisflokkinn
Nú eru uppi umræður í Tékklandi að banna Kommúnistaflokkinn þar,sá flokkur muldi undir flokksgæðingana á meðan hann réði.
Sama ætti að gera hér,það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn,í það minnsta tímabundið á meðan það er verið að reisa landið við, sem tekur örugglega lengri tíma en þau 18 ár sem þessi flokkur tók sér í að koma landinu á hausinn,með því að gefa flokksgæðingum það sem þeim langaði í,og leifðu þeim svo að haga sér eins og þeim sýndist,eins og Kommúnistaflokkurinn í Tékklandi gerði fyrir sýna flokksgæðinga. Hafið áfram gleðileg Jól
Vilja banna kommúnistaflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.12.2009 | 10:24
Bestu Jólin
Þetta eru klárlega mín bestu Jól frá því að ég var krakki í Eyjum,þegar spenningurinn var sem mestur að opna jólapakkana.
Tónleikar á Aðfangadag,síðan jólahugvekja,eftir það var borðaður góður matur með góðu fólki.
Ég þakka öllum fyrir sem stuðluðu að því að svona mátti vera.
Jólakveðja til allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)