
Þetta skjal nýtur heiðursess á vegg heimilisins,það sýnir skjal sem foreldrar mínir fengu frá Danska Konunginum árið 1936,Kristjani hinum Tíunda,að foreldrar mínir Hermann Jónsson og Þorsteina Þorvaldsdóttir mættu giftast,eftir að þau óskuðu þess frá Danska Konungi,þá bjuggu þau í Flatey á Breiðafirði, það er merkilegt fyrir okkur sem nú lifum að það er ekki lengra síðan en 1936 sem að það þurfti að sækja um giftingu til Danska Konungsins,lokkurinn sem er efst í rammanum er úr hári bróður míns sem lést af slysförum árið 1943
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.