Kristján hinn Tíundi

cimg0209.jpgÞetta skjal nýtur heiðursess á vegg heimilisins,það sýnir skjal sem foreldrar mínir fengu frá Danska Konunginum árið 1936,Kristjani hinum Tíunda,að foreldrar mínir Hermann Jónsson og Þorsteina Þorvaldsdóttir mættu giftast,eftir að þau óskuðu þess frá Danska Konungi,þá bjuggu þau í Flatey á Breiðafirði, það er merkilegt fyrir okkur sem nú lifum að það er ekki lengra síðan en 1936 sem að það þurfti að sækja um giftingu til Danska Konungsins,lokkurinn sem er efst í rammanum er úr hári bróður míns sem lést af slysförum árið 1943

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mart á samviskunni

Nú þegar upp kemst um stórfeld skattsvik innan Bankana þá kemur enn betur í ljós hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikið á samviskunni.

Það voru flutt frumvörp trekk í trekk um aukið skatteftirlit,alltaf var það Sjálfstæðisflokkurinn sem setti fótinn fyrir að það næði í gegn.

Þeir vildu að allt væri nánast eftirleist laust,þeir vildu leggja niður Fjármálaeftirlitið,þar til að flogsgæðingur tók þar við, og sinnti hann ekki starfi sýnu.

Flogsgæðingur tók við Sjóvá,þar var eftirlitsleysið svo mikið að hann las einu sinni ekki bréf sem komu inn á hans borð,og stendur Sjóvá uppi nánast gjaldþrota eftir.

Svona er hægt að telja upp endalaust, alstaðar átti frjálshyggjan að ráða ríkjum með algjöru eftirlits leysi allstaðar.

Svo rífur þetta lið kjaft í dag allstaðar þar sem það opnar muninn.kv 


Lífsbjörginni fagnað

mynd015.jpgMyndin hér til hliðar er tekinn í félagsheimilinu á Reyðarfirði haustið 1966 og sýnir hluta áhafnar á Bátnum Guðjóni Sigurðssini VE fagna lífsbjörgina eftir að Báturinn hafði farið á hliðina kvöldið áður og sjórinn var komin inn á miðja lúgu,og gúmíbáturin hafði slitnað frá,Bói í Dal var skipstjóri og honum tókst að rétta hann við að hluta, svo þurftum við að taka hluta af nótinni á handafli yfir í bak til að rétta hann við að fullu,þetta var slæm nótt.Þeir sem á myndinni eru frá vinstri,Jóhann Björgvinsson (Jói Danski)Hjörleifur kom að austan og bjó á Staðarfelli,Þorvaldur Hermannsson,Sigurbjörn Ingólfsson,Guðjón(man ekki föðurnafn) kom að austan og giftist inn í Vesturhúsaættina

Vestmannaeyjasund Eyjólfs Jónssonar

cimg0161_968399.jpgEyjólfur lagði til sunds frá Eiðinu mánudaginn 13 júlí 1959,kl 9 árdegis.

Myndin sýnir Eyjólf ganga á land á Landeyjarsand að sundi loknu eftir 5 klukkutíma og 26 mínútur.

Við hægri hlið Eyjólfs er Hermann Jónsson,en við vinstri hlið aðstoðamaður Eyjólfs,Pétur Eiríksson,Drángeyjasundkappi.

Vélbáturinn Hersteinn fylgdi Eyjólfi á sundinu.

Aðrir fylgdarmenn voru Ási í Bæ eigandi Hersteins,og stjórnaði hann sundinu,við árabátinn eru Sigurjón Guðmundsson (Sigurjón á Laugarlandi ) og Gunnlaugur sonur Ása í Bæ

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

þorvaldur Hermannsson

þorvaldur Hermannsson
þorvaldur Hermannsson

Vestmannaeyjingur sem þikir bestur á böllum,var aðal númerið á böllum í Eyjum í denn.


valdivest@visir.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband